Erlent

Górilla slasar tvo á flótta í Rotterdam

Sigríður Guðlaugdóttir skrifar
Górilla af Silverback kyni eins og sú sem slapp frá afgirta svæðinu í dýragarðinum í Rotterdam.
Górilla af Silverback kyni eins og sú sem slapp frá afgirta svæðinu í dýragarðinum í Rotterdam. MYND/Getty Images
Górilla flúði af afgirtu svæði og slasaði tvær manneskjur í dýragarðinum í Rotterdam í Hollandi í dag. Ekki er vitað hvernig górillan slap af svæðinu, eða hversu alvarlega fólkið er slasað. Lögregla sagði að fyrstu skýrslur gæfu til kynna að ekki væri um alvarlega áverka að ræða. Eftir að ljóst var að górillan slapp var Diergaarde Blijdorp dýragarðinn rýmdur. Þá fór górillan inn í byggingu í garðinum og er haldið þar nú. Samkvæmt fréttum lögreglu er byggingin ekki gerð til að halda górillum, einungis þunnt gler er í gluggum sem auðvelt er að brjóta. Nú er unnið að áætlun um að svæfa dýrið með dýralæknum og þjálfurum dýragarðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×