Fjölga þarf störfum á Vestfjörðum 20. ágúst 2007 05:15 Undirritaður setti fram tillögu í ársbyrjun 2003, um að náttúruverndarsinnar sem vildu að hætt yrði við Kárahnjúka og álver eystra, kæmu vestur og sköpuðu þar þau 700 störf sem þeir sögðust skapa fyrir austan ef hætt yrði við framkvæmdir þar. Ekki hefur bólað á þeim störfum enn þá. Sú viðleitni hefur þó verið sýnd að benda bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar á að undirbúa hvalaskoðun vestra. Í framhaldi af tillögunni ákváðu sveitarfélög á Vestfjörðum að undirbúa skilgreiningu á Vestfjörðum sem svæði er byggði á sjálfbærri þróun og talað var um stóriðjulausa Vestfirði. Á þessum fjórum árum hefur okkur hins vegar ekki tekist að fjölga störfum það mikið að tekist hafi að snúa búsetuþróuninni við. Þegar hugmyndir um olíuhreinsunarstöð voru settar fram voru fyrstu viðbrögð undirritaðs að þetta gæti ekki passað inn í okkar umhverfi og atvinnulíf fyrir vestan enda starfsemin risavaxin. Við nánari athugun og eftir að hafa skoðað olíuhreinsunarstöðvar þá er ég þeirrar skoðunar að svona starfsemi eigi að komast fyrir í okkar landshluta enda hefur olíuhreinsunarstöð fyrst og fremst áhrif á sitt nánasta umhverfi en breytir ekki ímynd annarra svæða og Vestfjarða í heild. Umhverfisverndarsinnar hafa áhyggjur af mengun frá olíuhreinsunarstöðvum. Það er eðlilegt. Þó verður að hafa í huga að olíuhreinsunsarstöðvar menga ekki meira en sem nemur magni eldsneytis sem notað er í heiminum. Til að draga úr mengun þarf að minnka notkunina sem ræður því hver þörfin fyrir olíuhreinsunarstöðvar er. Iðnaðarráðherra sagði frá því í fjölmiðlum á dögunum að ríkisstjórn Íslands hefði aukið fjárframlag til olíuleitar í íslenskri lögsögu. Einnig að ef olía fyndist yrði það mikil búbót fyrir Ísland. Ef Íslendingar finna olíu þá hljóta þeir að ætla að vinna hana líka. Þá er gott að eiga olíuhreinsunarstöð sem getur tekið við olíunni sem ríkisstjórnin lætur nú leita að.Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Skoðun Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður setti fram tillögu í ársbyrjun 2003, um að náttúruverndarsinnar sem vildu að hætt yrði við Kárahnjúka og álver eystra, kæmu vestur og sköpuðu þar þau 700 störf sem þeir sögðust skapa fyrir austan ef hætt yrði við framkvæmdir þar. Ekki hefur bólað á þeim störfum enn þá. Sú viðleitni hefur þó verið sýnd að benda bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar á að undirbúa hvalaskoðun vestra. Í framhaldi af tillögunni ákváðu sveitarfélög á Vestfjörðum að undirbúa skilgreiningu á Vestfjörðum sem svæði er byggði á sjálfbærri þróun og talað var um stóriðjulausa Vestfirði. Á þessum fjórum árum hefur okkur hins vegar ekki tekist að fjölga störfum það mikið að tekist hafi að snúa búsetuþróuninni við. Þegar hugmyndir um olíuhreinsunarstöð voru settar fram voru fyrstu viðbrögð undirritaðs að þetta gæti ekki passað inn í okkar umhverfi og atvinnulíf fyrir vestan enda starfsemin risavaxin. Við nánari athugun og eftir að hafa skoðað olíuhreinsunarstöðvar þá er ég þeirrar skoðunar að svona starfsemi eigi að komast fyrir í okkar landshluta enda hefur olíuhreinsunarstöð fyrst og fremst áhrif á sitt nánasta umhverfi en breytir ekki ímynd annarra svæða og Vestfjarða í heild. Umhverfisverndarsinnar hafa áhyggjur af mengun frá olíuhreinsunarstöðvum. Það er eðlilegt. Þó verður að hafa í huga að olíuhreinsunsarstöðvar menga ekki meira en sem nemur magni eldsneytis sem notað er í heiminum. Til að draga úr mengun þarf að minnka notkunina sem ræður því hver þörfin fyrir olíuhreinsunarstöðvar er. Iðnaðarráðherra sagði frá því í fjölmiðlum á dögunum að ríkisstjórn Íslands hefði aukið fjárframlag til olíuleitar í íslenskri lögsögu. Einnig að ef olía fyndist yrði það mikil búbót fyrir Ísland. Ef Íslendingar finna olíu þá hljóta þeir að ætla að vinna hana líka. Þá er gott að eiga olíuhreinsunarstöð sem getur tekið við olíunni sem ríkisstjórnin lætur nú leita að.Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar