Hestaníðingur ekki ákærður fyrir barsmíðar 20. ágúst 2007 15:58 Dýralæknafélag Íslands lýsir furðu sinni og undrun á þeirri ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að ákæra ekki mann fyrir að slá hest ítrekað í haus og kvið með svipu. Athæfið náðist á myndband og var sýnt í fréttaskýringarþættinum Kompási í lok apríl.Maðurinn sem um ræðir er tamningarmaður og á myndbandinu sést hann lemja hest ítrekað í andlit og kvið. Atvikið átti sér stað við bæinn Vatnsenda í Kópavogi þann 15. apríl. Myndbandið tók vegfarandi sem ofbauð aðfarir tamningarmannsins og vöktu myndirnar mikið umtal fyrr á árinu.Héraðsdýralæknir Gullbringu- og kjósarsýslu kærði barsmíðarnar til lögreglunnar í byrjun maímánaðar þar sem hann taldi þær augljós brot á dýraverndunarlögum. Lögreglan hefur nú sent dýralækninum bréf þar sem segir að hún hafi komist þeirri niðurstöðu að ákæra ekki tamningarmanninn þar sem ólíklegt er talið að það leiði til sakfellingar.Sif Traustadóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir ákvörðun lögreglunnar vekja furðu meðal dýralækna. „Fólk er almennt mjög hneykslað á þeirri ákvörðun," segir Sif og vísar meðal annars til sönnunargagna í málinu og þess að vitað sé hver hafi verið þarna að verki.Sif segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem máli af þessu tagi sé vísað frá á þessum grundvelli. „Það hlýtur að vera einhvers staðar eitthvað ekki í lagi. Annaðhvort er lögreglan ekki að standa sig eða löggjöfin er eitthvað broguð, segir Sif.Flýta verði endurskoðun dýraverndunarlagaSif bendir á að ríkisstjórnin hafi þegar samþykkt að endurskoða dýraverndunarlöggjöfina. Sumarfundur Dýralæknafélags Ísland, sem haldinn var um helgina, hvetur umhverfisráðherra til að skipa strax í nefnd til að endurskoða lögin og segir Sif að sú krafa sé mjög skýr, ekki síst í ljósi ákvörðunar lögreglunnar.Hún bendir á að dýraverndunarmál heyri nú bæði undir landbúnaðar- og umhverfisráðuneyti en það sé mun betra að málaflokkurinn heyri undir eitt ráðuneyti. Í því sambandi samþykkti stjórn Dýralæknafélagsins um helgina ályktun þar sem fram kemur að dýralæknar vilja að í endurskoðuðum dýraverndarlögum verði tryggt að:1. Öll dýr skulu eiga kost á almennri heilbrigðisþjónustu og að þjáningar þeirra verði linaðar og/eða lífi þeirra bjargað innan tilskilins tíma nema óviðráðanlegar ástæður hamli, s.s. náttúruhamfarir, veður, óbyggðir og því um líkt.2. Að málaflokkurinn verði vistaður á stofnun þar sem dýralæknir fer með yfirumsjón dýraverndarmála og fagleg vinna varðandi mat á líðan dýra verði unnin af dýralækni og/eða dýraatferlisfræðingi frá viðurkenndum háskóla.3. Að ákæruvaldið geti ekki ákveðið að falla frá ákæru nema efnislegar ástæður liggir fyrir.„Í dag er enginn dýralæknir að mér vitandi starfandi hjá umhverfisráðuneytinu eða Umhverfisstofnun sem á að vera með umsjón með málaflokknum og það er ekki gott," segir Sif og leggur áherslu á að dýralæknar fái sinn fulltrúa í nefnd sem endurskoði dýraverndunarlögin. Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Dýralæknafélag Íslands lýsir furðu sinni og undrun á þeirri ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að ákæra ekki mann fyrir að slá hest ítrekað í haus og kvið með svipu. Athæfið náðist á myndband og var sýnt í fréttaskýringarþættinum Kompási í lok apríl.Maðurinn sem um ræðir er tamningarmaður og á myndbandinu sést hann lemja hest ítrekað í andlit og kvið. Atvikið átti sér stað við bæinn Vatnsenda í Kópavogi þann 15. apríl. Myndbandið tók vegfarandi sem ofbauð aðfarir tamningarmannsins og vöktu myndirnar mikið umtal fyrr á árinu.Héraðsdýralæknir Gullbringu- og kjósarsýslu kærði barsmíðarnar til lögreglunnar í byrjun maímánaðar þar sem hann taldi þær augljós brot á dýraverndunarlögum. Lögreglan hefur nú sent dýralækninum bréf þar sem segir að hún hafi komist þeirri niðurstöðu að ákæra ekki tamningarmanninn þar sem ólíklegt er talið að það leiði til sakfellingar.Sif Traustadóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir ákvörðun lögreglunnar vekja furðu meðal dýralækna. „Fólk er almennt mjög hneykslað á þeirri ákvörðun," segir Sif og vísar meðal annars til sönnunargagna í málinu og þess að vitað sé hver hafi verið þarna að verki.Sif segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem máli af þessu tagi sé vísað frá á þessum grundvelli. „Það hlýtur að vera einhvers staðar eitthvað ekki í lagi. Annaðhvort er lögreglan ekki að standa sig eða löggjöfin er eitthvað broguð, segir Sif.Flýta verði endurskoðun dýraverndunarlagaSif bendir á að ríkisstjórnin hafi þegar samþykkt að endurskoða dýraverndunarlöggjöfina. Sumarfundur Dýralæknafélags Ísland, sem haldinn var um helgina, hvetur umhverfisráðherra til að skipa strax í nefnd til að endurskoða lögin og segir Sif að sú krafa sé mjög skýr, ekki síst í ljósi ákvörðunar lögreglunnar.Hún bendir á að dýraverndunarmál heyri nú bæði undir landbúnaðar- og umhverfisráðuneyti en það sé mun betra að málaflokkurinn heyri undir eitt ráðuneyti. Í því sambandi samþykkti stjórn Dýralæknafélagsins um helgina ályktun þar sem fram kemur að dýralæknar vilja að í endurskoðuðum dýraverndarlögum verði tryggt að:1. Öll dýr skulu eiga kost á almennri heilbrigðisþjónustu og að þjáningar þeirra verði linaðar og/eða lífi þeirra bjargað innan tilskilins tíma nema óviðráðanlegar ástæður hamli, s.s. náttúruhamfarir, veður, óbyggðir og því um líkt.2. Að málaflokkurinn verði vistaður á stofnun þar sem dýralæknir fer með yfirumsjón dýraverndarmála og fagleg vinna varðandi mat á líðan dýra verði unnin af dýralækni og/eða dýraatferlisfræðingi frá viðurkenndum háskóla.3. Að ákæruvaldið geti ekki ákveðið að falla frá ákæru nema efnislegar ástæður liggir fyrir.„Í dag er enginn dýralæknir að mér vitandi starfandi hjá umhverfisráðuneytinu eða Umhverfisstofnun sem á að vera með umsjón með málaflokknum og það er ekki gott," segir Sif og leggur áherslu á að dýralæknar fái sinn fulltrúa í nefnd sem endurskoði dýraverndunarlögin.
Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira