Erlent

Frumbyggjar mótmæla í Kanada

MYND/AFP

Lögregla í Kanada hefur neyðst til þess að loka hluta af fjölförnustu hraðbraut landsins og lestarsamgöngur á milli Toronto og Montreal hafa verið stöðvaðar vegna mótmæla frumbyggja á götum úti. Mikil ferðamannahelgi er framundan enda þjóðhátíðardagurinn 1. júlí á sunnudaginn og hafa mómælin skapað talsverð vandræði.

Frumbyggjar vilja með mótmælunum vekja athygli á bágum kjörum sínum. Margir lifa í fátækt og við bágar húsnæðisaðstæður. Mun stærri hluti frumbyggja býr við atvinnuleysi og fíkniefnavanda en almennt gerist í landinu. Frumbyggjar vilja með aðgerðunum vekja athygli stjórnvalda og almennings á kjörum sínum og krefjast þess að þeim séu búin skilyrði til að lifa öruggu lífi.

Mörg óleyst deilumál eru á milli frumbyggja og stjórnvalda og snúast þau að miklu leiti um landsvæði. Forsætisráðherrann, Stephen Harper, hefur lofað að stytta tímann sem stjónvöld hafa gefið sér til að leysa málin úr þrettán árum í þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×