Blóðbaði afstýrt Guðjón Helgason skrifar 29. júní 2007 19:17 Lundúnarbúar hafa verið á varðbergi í dag eftir að breska lögreglan kom í veg fyrir sprengjutilræði í miðborginni í nótt. Sprengja í kyrrstæðum bíl var gerð óvirk. Í dag var svo götu lokað vegna annarrar grunsamlegrar bifreiðar. Íslendingur sem búsettur er í Lundúnum segir blóðbaði hafa verið afstýrt. Loftið hefur verið lævi blandið í Lundúnum í dag eftir að sprengja fannst í kyrrstæðri bifreið nærri Tiger Tiger, þekktum næturklúbbi í Haymarket sem er skammt frá Piccadilly Circus og Leicester torgi. Sjúkrabíll var kallaður að næturklúbbnum skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma en þar þurfti að sinna veikum gesti. Sjúkraliðar urðu varir við það sem þeir töldu reyk í silfurgrárri Mercedes Benz og var lögregla kölluð á vettvang. Í bílnum var að finna fjölmörg ílát full af bensíni, mörg gashylki og töluvert af nöglum. Svæðið var þegar girt af og sprengjusérfræðingar Lundúnalögreglunnar kallaðir á vettvang. Áður mun lögreglumaður hafa sýnt mikið hugrekki þegr hann fjarlægði kveikibúnað sem heimildir Sky-fréttastofunnar herma að hafi átt að fjarstýra með farsíma. Peter Clarke, aðstoðarlögreglustjóri, segir of snemmt að geta sér til um hver beri ábyrgð á árásinni. Lögregluyfirvöld taki allt til greina. Rannsóknir vísindamanna hjá lögreglu sýni hversu alvarleg sprengingin hefði orðið, ljóst sé þó að fjölmargir hefðu særst eða týnt lífi. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landinu ógnað, hafa verið ógnað um nokkurt skeið og verða það áfram. Leyfa þurfi lögreglu að rannska málið og greina stjórnvöldum frá því. Atvik næturinn minni á að almenningur þurfi að vera á varðbergi. Lundúnarbúar virðast hafa orðið við þessari ósk því nokkrum klukkustundum síðar barst lögreglu ábending um grunsamlega bifreið í neðanjarðarbílskýli undir undir Hyde garði. Götunni Park Lane og garðinum var lokað. Fleiri ábendingar bárust lögreglu fram eftir degi og sem dæmi var Fleet street lokað um tíma en hún síðan opnuð aftur fyrir umferð. Svava Bjarney Sigbertsdóttir hefur búið í Lundúnum í þrjú ár. Hún segist oft hafa sótt Tiger Tiger næturklúbbinn nærri þeim stað þar sem sprengjan fannst. Hún segir nærri tvö þúsund manns hafa verið á næturklúbbnum og nærri honum um miðnætti og blóðbaði hafa verið afstýrt. Þetta fái Lundúnarbúa til að hugsa sig um. Þeir séu nú meira varir um sig og það valdi óþægindum. Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Lundúnarbúar hafa verið á varðbergi í dag eftir að breska lögreglan kom í veg fyrir sprengjutilræði í miðborginni í nótt. Sprengja í kyrrstæðum bíl var gerð óvirk. Í dag var svo götu lokað vegna annarrar grunsamlegrar bifreiðar. Íslendingur sem búsettur er í Lundúnum segir blóðbaði hafa verið afstýrt. Loftið hefur verið lævi blandið í Lundúnum í dag eftir að sprengja fannst í kyrrstæðri bifreið nærri Tiger Tiger, þekktum næturklúbbi í Haymarket sem er skammt frá Piccadilly Circus og Leicester torgi. Sjúkrabíll var kallaður að næturklúbbnum skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma en þar þurfti að sinna veikum gesti. Sjúkraliðar urðu varir við það sem þeir töldu reyk í silfurgrárri Mercedes Benz og var lögregla kölluð á vettvang. Í bílnum var að finna fjölmörg ílát full af bensíni, mörg gashylki og töluvert af nöglum. Svæðið var þegar girt af og sprengjusérfræðingar Lundúnalögreglunnar kallaðir á vettvang. Áður mun lögreglumaður hafa sýnt mikið hugrekki þegr hann fjarlægði kveikibúnað sem heimildir Sky-fréttastofunnar herma að hafi átt að fjarstýra með farsíma. Peter Clarke, aðstoðarlögreglustjóri, segir of snemmt að geta sér til um hver beri ábyrgð á árásinni. Lögregluyfirvöld taki allt til greina. Rannsóknir vísindamanna hjá lögreglu sýni hversu alvarleg sprengingin hefði orðið, ljóst sé þó að fjölmargir hefðu særst eða týnt lífi. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landinu ógnað, hafa verið ógnað um nokkurt skeið og verða það áfram. Leyfa þurfi lögreglu að rannska málið og greina stjórnvöldum frá því. Atvik næturinn minni á að almenningur þurfi að vera á varðbergi. Lundúnarbúar virðast hafa orðið við þessari ósk því nokkrum klukkustundum síðar barst lögreglu ábending um grunsamlega bifreið í neðanjarðarbílskýli undir undir Hyde garði. Götunni Park Lane og garðinum var lokað. Fleiri ábendingar bárust lögreglu fram eftir degi og sem dæmi var Fleet street lokað um tíma en hún síðan opnuð aftur fyrir umferð. Svava Bjarney Sigbertsdóttir hefur búið í Lundúnum í þrjú ár. Hún segist oft hafa sótt Tiger Tiger næturklúbbinn nærri þeim stað þar sem sprengjan fannst. Hún segir nærri tvö þúsund manns hafa verið á næturklúbbnum og nærri honum um miðnætti og blóðbaði hafa verið afstýrt. Þetta fái Lundúnarbúa til að hugsa sig um. Þeir séu nú meira varir um sig og það valdi óþægindum.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira