Innlent

Laumufarþegar um borð í íslensku skipi

Um tuttugu laumufarþegar, líklega Afríkubúar, eru væntanlega komnir um borð í skip á Miðjarðarhafi sem er í eigu íslenskrar útgerðar eftir að skipverjar urðu fólksins varir í gær í flotkvíum sem skipið dregur. Útgerðin hafði samband við utanríkisráðuneytið sem bað áhöfnina um að koma fólkinu strax í björgunarbáta og taka það svo um borð í birtingu.

Þá hefur ráðuneytið tilkynnt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna um málið, sem hefur haft samband við svæðisskrifstofur á Möltu og Ítalíu, en talið er að fólkið hafi ætlað að reyna að komast þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×