Erlent

Fjölskyldur HIV smitaðra barna þiggja bætur

Hjúkrunarkonurnar og læknirinn sem fá að vita örlög sín eftir rúman einn og hálfan klukkutíma.
Hjúkrunarkonurnar og læknirinn sem fá að vita örlög sín eftir rúman einn og hálfan klukkutíma. MYND/AFP

Rúmur helmingur fjölskyldna þeirra 426 barna sem smituðust af HIV veirunni í Líbíu fyrir nokkrum árum hefur þegar fengið bætur sem þeim var lofað. Afgangur þeirra fær væntanlega bæturnar í dag.

Búist er við því að bæturnar eigi eftir að liðka fyrir því að hjúkrunarkonurnar fimm frá Búlgaríu og læknirinn frá Palestínu verði látin laus á næstunni. Dómstólaráð Líbíu ætlaði sér að ákveða framtíð þeirra í gær en frestaði ákvörðun sinni til klukkan eitt eftir hádegi að íslenskum tíma í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×