Erlent

Tölvuleikur um James Bulger bannaður

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Annar morðingjanna
Annar morðingjanna NordicPhotos/GettyImages

Hætt hefur verið við útgáfu á leik, sem meðal annars gekk út á það að rannsaka ránið á James litla Bulger. Bulger var tveggja ára þegar honum var rænt af tveimur tíu ára drengjum sem börðu hann svo til bana og skildu hann eftir á lestarteinum skammt frá.

Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og er eitt frægasta ofbeldismál Bretlands. Í leiknum sést þegar sakborningarnir, Jon Venebles og Robert Thompson leiða Bulger af lestarstöðinni, en það er tekið beint úr öryggismyndavélum verslunarmiðstöðvarinnar. Móðir Bulger bar fram kvörtun við framleiðendur leiksins. „Það skemmir minninguna um son minn að nota hann í svona leik. Það er bara fyrir neðan alla virðingu," sagði móðir Bulger, Denise Fergus.

Thompson og Venebles voru dæmdir til að eyða átta árum í unglingafangelsi fyrir ódæðið, og var þeim sleppt út árið 2001 með ný nöfn, vegna þess að hræðst var um að þeim yrði unnið mein vegna þess hversu hataðir þeir eru.

Aðstandendur leiksins hafa beðist afsökunar og segjast gera sér grein fyrir hvað þeir gerðu rangt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×