Airbus senuþjófur á flugvélasýningu 20. júní 2007 06:00 Lois Gallo, forstjóri Airbus, sýnir Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, líkan af A350 farþegaflugvél frá Airbus, sem er til sýnis á sýningunni í Le Bouget. MYND/AFP Frönsku flugvélasmiðirnir hjá Airbus þykja hafa stolið senunni á fyrsta degi flugvélasýningarinnar í Le Bourget í Frakklandi á mánudag en fyrirtækið greindi þar frá nokkrum stórum samningum. Heildarverðmæti samninganna fram til þessa hljóðar upp á rúma 45 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 2.800 milljarða íslenskra króna. Stærstu pantanirnar voru upp á tæplega 200 flugvélar af öllum stærðum og gerðum frá Airbus auk þess sem eldri pantanir voru áréttaðar og sumar hverjar auknar. Stærstu samningarnir voru gerðir við US Airways, sem pantaði 92 flugvélar og Qatar Airways, sem tekur 86 vélar. Aðrir samningar voru minni. Á meðal viðskiptanna er sala á 11 A380 risaþotum, sem fara á markað í haust eftir afar erfiða og kostnaðarsama meðgöngu í rúm tvö ár. Salan á Airbusrisaþotunum hefur gengið betur en á horfðist í fyrstu. Stærsti kaupandi á þessari gerð þota er Emirates, sem með viðskiptunum nú hefur samtals pantað 43 A380-þotur. Tækni Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Frönsku flugvélasmiðirnir hjá Airbus þykja hafa stolið senunni á fyrsta degi flugvélasýningarinnar í Le Bourget í Frakklandi á mánudag en fyrirtækið greindi þar frá nokkrum stórum samningum. Heildarverðmæti samninganna fram til þessa hljóðar upp á rúma 45 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 2.800 milljarða íslenskra króna. Stærstu pantanirnar voru upp á tæplega 200 flugvélar af öllum stærðum og gerðum frá Airbus auk þess sem eldri pantanir voru áréttaðar og sumar hverjar auknar. Stærstu samningarnir voru gerðir við US Airways, sem pantaði 92 flugvélar og Qatar Airways, sem tekur 86 vélar. Aðrir samningar voru minni. Á meðal viðskiptanna er sala á 11 A380 risaþotum, sem fara á markað í haust eftir afar erfiða og kostnaðarsama meðgöngu í rúm tvö ár. Salan á Airbusrisaþotunum hefur gengið betur en á horfðist í fyrstu. Stærsti kaupandi á þessari gerð þota er Emirates, sem með viðskiptunum nú hefur samtals pantað 43 A380-þotur.
Tækni Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira