Erlent

Sænskur lögreglumaður skotinn til bana

Sænskur lögreglumaður var skotinn til bana í bænum Nyköping um fimm leytið í dag, að því er kemur fram á fréttavef Dagens nyheter. Tveir lögreglumenn voru sendir til að sækja mann í íbúð hans en manninn átti að fara með í geðlæknismat. Hann var álitinn hættulegur umhverfi sínu og voru því tveir lögreglumenn sendir á staðinn.

Maðurinn er talinn hafa skotið á lögreglumennina í stigaganginum með þeim afleiðingum að annar þeirra lést en hinn særðist alvarlega. Hann hljóp síðan út á götu og var stuttu síðar yfirbugaður af lögreglu með byssu í magaveski.

Maðurinn á við geðræna erfiðleika að stríða. Hann hefur áður verið dæmdur fyrir morð og hefur látið í ljós mikið hatur í garð lögreglumanna í gegnum tíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×