Innlent

Hvalreki í Stokkseyrarfjöru

MYND/365

Um 15 metra búrhvalur fannst í Stokkseyrarfjöru í dag. Lögreglan á Selfossi kannaði aðstæður í fjörunni eftir hádegi en hvalurinn hefur greinilega legið þar í einhvern tíma. Hann er þó ekki farinn að rotna mikið.

Starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar munu rannsaka hvalinn en það er síðan í verksviði Sveitarfélagsins Árborgar að farga honum í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

Lögreglan vill benda fólki á að fara varlega í grýttri fjörunni á Stokkseyri en hvalurinn liggur á skerjunum um 250 metra frá landi. Eins þarf fólk að fara varlega þegar fellur að en þá geta gönguleiðir í fjörunni lokast á stuttum tíma. Þetta kemur fram á fréttavefnum Suðurland.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×