Hundar leita á heimavistum 17. mars 2007 08:45 Nemendur á heimavistum framhaldsskóla á Íslandi geta margir átt von á fíkniefnaleitarhundum í heimsókn á vistirnar fyrirvaralaust. „Fíkniefnin eru vá sem við stöndum frammi fyrir á öllu landinu og við erum auðvitað með augun mjög vel opin,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, en nemandi við skólann var handtekinn á heimavist á þriðjudag með mikið magn fíkniefna sem talin eru hafa verið ætluð til sölu. Valgerður segir að mjög vel sé fylgst með áfengis- og vímuefnanotkun íbúa heimavistarinnar. Svokallaðir húsbændur séu á vakt á heimavistunum öll kvöld og helgarnætur, starfsmenn sem nemendur fylgist vel með og láti vita ef eitthvað kemur upp, auk þess sem öflugur forvarnarfulltrúi starfi við skólann. Valgerður hefur gripið til þess ráðs að kalla til lögreglu með fíkniefnaleitarhund einu sinni á vetri, en vill ekki gefa upp hvort eitthvað hafi fundist í slíkum leitum. Valgerður segir hundana þó ekki leita inni á herbergjum nemenda, enda sé óheimilt að fara inn á herbergin nema með húsleitarheimild frá lögreglu. Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni hefur einnig brugðið á það ráð að kalla til fíkniefnaleitarhunda. „Það er bara hluti af því að reka heimavist að fíkniefnahundar komi á vistir,“ segir hann. „Það eru fjögur ár síðan eitthvað mál tengt fíkniefnum kom hér upp síðast og síðan ég byrjaði hér hafa málin verið afskaplega fá og ekki stór.“ Í leigusamningum sem vistmenn á Laugarvatni gera er kveðið á um að stjórnendur hafi heimild til að leita í herbergjum að leigjanda viðstöddum vakni grunur um eitthvað misjafnt. Halldór segir þó mjög óalgengt að þetta þurfi að gera. Að sögn Helga Braga Ómarssonar, skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum, hefur enn ekki komið til þess að fíkniefnahundar leiti á heimavistinni þar, þótt það hafi komið til tals. Helgi segir að aldrei hafi komið upp mál tengt fíkniefnum á heimavist skólans. „Það er bara svo erfitt að átta sig á þeim. Þau eru örugglega hér á ferðinni eins og annars staðar.“ Þá segir hann íbúa heimavistarinnar meðvitaða um það að leitað verði í herbergjum þeirra ef þurfa þykir. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Nemendur á heimavistum framhaldsskóla á Íslandi geta margir átt von á fíkniefnaleitarhundum í heimsókn á vistirnar fyrirvaralaust. „Fíkniefnin eru vá sem við stöndum frammi fyrir á öllu landinu og við erum auðvitað með augun mjög vel opin,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, en nemandi við skólann var handtekinn á heimavist á þriðjudag með mikið magn fíkniefna sem talin eru hafa verið ætluð til sölu. Valgerður segir að mjög vel sé fylgst með áfengis- og vímuefnanotkun íbúa heimavistarinnar. Svokallaðir húsbændur séu á vakt á heimavistunum öll kvöld og helgarnætur, starfsmenn sem nemendur fylgist vel með og láti vita ef eitthvað kemur upp, auk þess sem öflugur forvarnarfulltrúi starfi við skólann. Valgerður hefur gripið til þess ráðs að kalla til lögreglu með fíkniefnaleitarhund einu sinni á vetri, en vill ekki gefa upp hvort eitthvað hafi fundist í slíkum leitum. Valgerður segir hundana þó ekki leita inni á herbergjum nemenda, enda sé óheimilt að fara inn á herbergin nema með húsleitarheimild frá lögreglu. Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni hefur einnig brugðið á það ráð að kalla til fíkniefnaleitarhunda. „Það er bara hluti af því að reka heimavist að fíkniefnahundar komi á vistir,“ segir hann. „Það eru fjögur ár síðan eitthvað mál tengt fíkniefnum kom hér upp síðast og síðan ég byrjaði hér hafa málin verið afskaplega fá og ekki stór.“ Í leigusamningum sem vistmenn á Laugarvatni gera er kveðið á um að stjórnendur hafi heimild til að leita í herbergjum að leigjanda viðstöddum vakni grunur um eitthvað misjafnt. Halldór segir þó mjög óalgengt að þetta þurfi að gera. Að sögn Helga Braga Ómarssonar, skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum, hefur enn ekki komið til þess að fíkniefnahundar leiti á heimavistinni þar, þótt það hafi komið til tals. Helgi segir að aldrei hafi komið upp mál tengt fíkniefnum á heimavist skólans. „Það er bara svo erfitt að átta sig á þeim. Þau eru örugglega hér á ferðinni eins og annars staðar.“ Þá segir hann íbúa heimavistarinnar meðvitaða um það að leitað verði í herbergjum þeirra ef þurfa þykir.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira