Hundar leita á heimavistum 17. mars 2007 08:45 Nemendur á heimavistum framhaldsskóla á Íslandi geta margir átt von á fíkniefnaleitarhundum í heimsókn á vistirnar fyrirvaralaust. „Fíkniefnin eru vá sem við stöndum frammi fyrir á öllu landinu og við erum auðvitað með augun mjög vel opin,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, en nemandi við skólann var handtekinn á heimavist á þriðjudag með mikið magn fíkniefna sem talin eru hafa verið ætluð til sölu. Valgerður segir að mjög vel sé fylgst með áfengis- og vímuefnanotkun íbúa heimavistarinnar. Svokallaðir húsbændur séu á vakt á heimavistunum öll kvöld og helgarnætur, starfsmenn sem nemendur fylgist vel með og láti vita ef eitthvað kemur upp, auk þess sem öflugur forvarnarfulltrúi starfi við skólann. Valgerður hefur gripið til þess ráðs að kalla til lögreglu með fíkniefnaleitarhund einu sinni á vetri, en vill ekki gefa upp hvort eitthvað hafi fundist í slíkum leitum. Valgerður segir hundana þó ekki leita inni á herbergjum nemenda, enda sé óheimilt að fara inn á herbergin nema með húsleitarheimild frá lögreglu. Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni hefur einnig brugðið á það ráð að kalla til fíkniefnaleitarhunda. „Það er bara hluti af því að reka heimavist að fíkniefnahundar komi á vistir,“ segir hann. „Það eru fjögur ár síðan eitthvað mál tengt fíkniefnum kom hér upp síðast og síðan ég byrjaði hér hafa málin verið afskaplega fá og ekki stór.“ Í leigusamningum sem vistmenn á Laugarvatni gera er kveðið á um að stjórnendur hafi heimild til að leita í herbergjum að leigjanda viðstöddum vakni grunur um eitthvað misjafnt. Halldór segir þó mjög óalgengt að þetta þurfi að gera. Að sögn Helga Braga Ómarssonar, skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum, hefur enn ekki komið til þess að fíkniefnahundar leiti á heimavistinni þar, þótt það hafi komið til tals. Helgi segir að aldrei hafi komið upp mál tengt fíkniefnum á heimavist skólans. „Það er bara svo erfitt að átta sig á þeim. Þau eru örugglega hér á ferðinni eins og annars staðar.“ Þá segir hann íbúa heimavistarinnar meðvitaða um það að leitað verði í herbergjum þeirra ef þurfa þykir. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Nemendur á heimavistum framhaldsskóla á Íslandi geta margir átt von á fíkniefnaleitarhundum í heimsókn á vistirnar fyrirvaralaust. „Fíkniefnin eru vá sem við stöndum frammi fyrir á öllu landinu og við erum auðvitað með augun mjög vel opin,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, en nemandi við skólann var handtekinn á heimavist á þriðjudag með mikið magn fíkniefna sem talin eru hafa verið ætluð til sölu. Valgerður segir að mjög vel sé fylgst með áfengis- og vímuefnanotkun íbúa heimavistarinnar. Svokallaðir húsbændur séu á vakt á heimavistunum öll kvöld og helgarnætur, starfsmenn sem nemendur fylgist vel með og láti vita ef eitthvað kemur upp, auk þess sem öflugur forvarnarfulltrúi starfi við skólann. Valgerður hefur gripið til þess ráðs að kalla til lögreglu með fíkniefnaleitarhund einu sinni á vetri, en vill ekki gefa upp hvort eitthvað hafi fundist í slíkum leitum. Valgerður segir hundana þó ekki leita inni á herbergjum nemenda, enda sé óheimilt að fara inn á herbergin nema með húsleitarheimild frá lögreglu. Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni hefur einnig brugðið á það ráð að kalla til fíkniefnaleitarhunda. „Það er bara hluti af því að reka heimavist að fíkniefnahundar komi á vistir,“ segir hann. „Það eru fjögur ár síðan eitthvað mál tengt fíkniefnum kom hér upp síðast og síðan ég byrjaði hér hafa málin verið afskaplega fá og ekki stór.“ Í leigusamningum sem vistmenn á Laugarvatni gera er kveðið á um að stjórnendur hafi heimild til að leita í herbergjum að leigjanda viðstöddum vakni grunur um eitthvað misjafnt. Halldór segir þó mjög óalgengt að þetta þurfi að gera. Að sögn Helga Braga Ómarssonar, skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum, hefur enn ekki komið til þess að fíkniefnahundar leiti á heimavistinni þar, þótt það hafi komið til tals. Helgi segir að aldrei hafi komið upp mál tengt fíkniefnum á heimavist skólans. „Það er bara svo erfitt að átta sig á þeim. Þau eru örugglega hér á ferðinni eins og annars staðar.“ Þá segir hann íbúa heimavistarinnar meðvitaða um það að leitað verði í herbergjum þeirra ef þurfa þykir.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira