Hundar leita á heimavistum 17. mars 2007 08:45 Nemendur á heimavistum framhaldsskóla á Íslandi geta margir átt von á fíkniefnaleitarhundum í heimsókn á vistirnar fyrirvaralaust. „Fíkniefnin eru vá sem við stöndum frammi fyrir á öllu landinu og við erum auðvitað með augun mjög vel opin,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, en nemandi við skólann var handtekinn á heimavist á þriðjudag með mikið magn fíkniefna sem talin eru hafa verið ætluð til sölu. Valgerður segir að mjög vel sé fylgst með áfengis- og vímuefnanotkun íbúa heimavistarinnar. Svokallaðir húsbændur séu á vakt á heimavistunum öll kvöld og helgarnætur, starfsmenn sem nemendur fylgist vel með og láti vita ef eitthvað kemur upp, auk þess sem öflugur forvarnarfulltrúi starfi við skólann. Valgerður hefur gripið til þess ráðs að kalla til lögreglu með fíkniefnaleitarhund einu sinni á vetri, en vill ekki gefa upp hvort eitthvað hafi fundist í slíkum leitum. Valgerður segir hundana þó ekki leita inni á herbergjum nemenda, enda sé óheimilt að fara inn á herbergin nema með húsleitarheimild frá lögreglu. Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni hefur einnig brugðið á það ráð að kalla til fíkniefnaleitarhunda. „Það er bara hluti af því að reka heimavist að fíkniefnahundar komi á vistir,“ segir hann. „Það eru fjögur ár síðan eitthvað mál tengt fíkniefnum kom hér upp síðast og síðan ég byrjaði hér hafa málin verið afskaplega fá og ekki stór.“ Í leigusamningum sem vistmenn á Laugarvatni gera er kveðið á um að stjórnendur hafi heimild til að leita í herbergjum að leigjanda viðstöddum vakni grunur um eitthvað misjafnt. Halldór segir þó mjög óalgengt að þetta þurfi að gera. Að sögn Helga Braga Ómarssonar, skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum, hefur enn ekki komið til þess að fíkniefnahundar leiti á heimavistinni þar, þótt það hafi komið til tals. Helgi segir að aldrei hafi komið upp mál tengt fíkniefnum á heimavist skólans. „Það er bara svo erfitt að átta sig á þeim. Þau eru örugglega hér á ferðinni eins og annars staðar.“ Þá segir hann íbúa heimavistarinnar meðvitaða um það að leitað verði í herbergjum þeirra ef þurfa þykir. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Nemendur á heimavistum framhaldsskóla á Íslandi geta margir átt von á fíkniefnaleitarhundum í heimsókn á vistirnar fyrirvaralaust. „Fíkniefnin eru vá sem við stöndum frammi fyrir á öllu landinu og við erum auðvitað með augun mjög vel opin,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, en nemandi við skólann var handtekinn á heimavist á þriðjudag með mikið magn fíkniefna sem talin eru hafa verið ætluð til sölu. Valgerður segir að mjög vel sé fylgst með áfengis- og vímuefnanotkun íbúa heimavistarinnar. Svokallaðir húsbændur séu á vakt á heimavistunum öll kvöld og helgarnætur, starfsmenn sem nemendur fylgist vel með og láti vita ef eitthvað kemur upp, auk þess sem öflugur forvarnarfulltrúi starfi við skólann. Valgerður hefur gripið til þess ráðs að kalla til lögreglu með fíkniefnaleitarhund einu sinni á vetri, en vill ekki gefa upp hvort eitthvað hafi fundist í slíkum leitum. Valgerður segir hundana þó ekki leita inni á herbergjum nemenda, enda sé óheimilt að fara inn á herbergin nema með húsleitarheimild frá lögreglu. Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni hefur einnig brugðið á það ráð að kalla til fíkniefnaleitarhunda. „Það er bara hluti af því að reka heimavist að fíkniefnahundar komi á vistir,“ segir hann. „Það eru fjögur ár síðan eitthvað mál tengt fíkniefnum kom hér upp síðast og síðan ég byrjaði hér hafa málin verið afskaplega fá og ekki stór.“ Í leigusamningum sem vistmenn á Laugarvatni gera er kveðið á um að stjórnendur hafi heimild til að leita í herbergjum að leigjanda viðstöddum vakni grunur um eitthvað misjafnt. Halldór segir þó mjög óalgengt að þetta þurfi að gera. Að sögn Helga Braga Ómarssonar, skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum, hefur enn ekki komið til þess að fíkniefnahundar leiti á heimavistinni þar, þótt það hafi komið til tals. Helgi segir að aldrei hafi komið upp mál tengt fíkniefnum á heimavist skólans. „Það er bara svo erfitt að átta sig á þeim. Þau eru örugglega hér á ferðinni eins og annars staðar.“ Þá segir hann íbúa heimavistarinnar meðvitaða um það að leitað verði í herbergjum þeirra ef þurfa þykir.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira