Tónlist

Slátur með tónleika í Aminu

Clarence Barlow leikur í Ingólfsstræti í kvöld.
Clarence Barlow leikur í Ingólfsstræti í kvöld.

Í kvöld verða tónleikar í galleríinu Aminu í Ingólfsstræti. Þar er félagsskapurinn Slátur á ferð: Samtökin eru eldri en margan grunar en skammstöfunin stendur fyrir Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík.

Tónleikarnir eru haldnir í tilefni veru tónskáldsins Klarenz Barlow á Íslandi. Flutt verða tvö nýleg verk eftir þennan merkilega og áhrifamikla tónsmið en annað verkanna er frumflutningur. Verkin byggja á afar sérstæðum hugmyndum höfundar sem tengjast eðli hljóðs og tilvitnunum í þekkt stef og hver veit nema lög eftir Prince skjóti upp kollinum í ófyrirsjánlegum tónvef.

Klarenz tekur sér upp nýtt nafn í hverju landi sem hann kemur til og heitir á íslensku Klárus Bárður Albertsson þó sjálfur eigi hann rætur að rekja til Indlands. Hann hefur verið virkur tónsmiður í nær hálfa öld. Menntaður í Köln og Utrecht. Hann hefur víða kennt og er nú prófessor í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara. Þar að auki verða flutt verk eftir Áka Ásgeirsson og Guðmund Stein Gunnarsson. Tíu flytjendur koma fram á tónleikunum sem hefjast kl. 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.