Erlent

Vináttusamningur undirritaður

Guðjón Helgason skrifar

Loftferðasamningur milli Íslands og Moskvuborgar var meðal þess sem borgarstjórinn í Reykjavík ræddi á fundi sínum með borgarstjóra í Moskvu í vikunni. Vináttusamningur milli borganna var undirritaður við það tækifæri.

Það var um hádegi á sólríkum fimmtudegi í vikunni sem Júrí Luzhkov, borgarstjóri í Moskvu tók á móti Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarstjóra í Reykjavík, í ráðhúsinu í Moskvuborg. Hann er nú þar staddur í boði Lúskovs ásamt fjölmennri sendinefnd kjörinna fulltrúa og forsvarsmanna ýmissa fyrirtækja, þar á meðal í orkugeiranum, en stór orkuráðstefna var haldin í borginni.

Á fundinum tók Luzhkov vel í þá hugmynd frá íslensku sendinefndinni að gerður yrði opinn loftferðasamningur milli Íslands og Moskvu sem opnaði fyrir möguleikann á beinu áætlunarflugi frá Keflavíkurflugvelli til Mosvku. Fulltrúar úr íslensku sendinefndinni voru boðaðir til fundar við varaborgarstjórann á flugvellinum í Moskvu daginn eftir sem bendir til þess að málið sé komið á skrið.

Meðal annarra umræðu efna var þátttaka Moskvuborgar í verkefninu "Youth in Europe" sem miðað að því að fækka ungum fíkniefnaneytendum í Evrópu. Fimmtán Evrópuborgir taka þátt í því en Reykjavíkurborg leiðir verkefnið.

Þá var undirritaður útfærður vináttusamningur borganna um enn frekara samstarf. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir samstarf borganna hafa verið gott en það styrkist nú enn frekar.

Borgarstjórarnir áttu svo aftur fund á hestabúgarði Luzhkovs í Moskvu þar sem honum voru afhenti tveir íslenskir gæðingar að gjöf. Vilhjálmur segir borgarstjórann og konu hans eiga fjölmarga hesta en enga íslenska. Þótt hafi góð hugmynd að gefa þeim slíka. Það voru borgin og íslensk fyrirtæki sem styrktu gjöfina en þetta munu fyrstu íslensku hestarnir sem fluttir eru til borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×