Viðskipti erlent

Lyf AstraZeneca stóðst ekki prófanir

Merki AstraZeneca.
Merki AstraZeneca. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa í evrópska lyfjaframleiðandanum AstraZeneca féll um rétt rúm tvö prósent á markaði í dag eftir að eitt af hjartalyfjum fyrirtækisins stóðst ekki prófanir. Lyfið, sem á að nýtast fólki með kransæðasjúkdóma, var þróað af bandaríska fyrirtækinu Atherogenics. Gengi bréfa í bandaríska fyrirtækinu féll um heil 60 prósent í kjölfar fréttanna.

Atherogenics mun halda áfram að lyfjaþróuninni en AstraZenece, sem er næststærsta lyfjafyrirtæki í Evrópu, mun á næsta einum og hálfa mánuði ákveða hvort áframhald verði á samstarfinu.

Þetta er annað lyfið frá AstraZeneca sem stends ekki lyfjaprófanir á tæpu ári. Síðasta lyfið sem ekki stóðst prófin var lyf fyrir þá sem fengið hafa hjartaslag.

Að sögn breska ríkisútvarpsins stefnri AstraZeneca að því að þróa ný lyf til að halda markaðshlutdeild sinni vegna aukinnar samkeppni frá samheitalyfjafyrirtækjum sem framleiða öllu ódýrari lyf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×