Innlent

Krónan rýrir traust á Kaupþingi

Íslenska krónan er Kaupþingi fjötur um fót og hefur að sumu leyti rýrt traust á bankanum, segir Hreiðar Már Sigurðarson, forstjóri bankans. Það sé skylda að skoða alvarlega að taka upp evru í rekstri bankans og sé tíðinda að vænta um þá ákvörðun á aðalfundi í mars.

Kaupþing kynnti afkomu sína liðnu ári í morgun og nam heildarhagnaður ársins 85 milljörðum króna. Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag var hann spurður út í hag almennings af þessum mikla gróða. Benti hann á breytingar á húsnæðislánamarkaði og sagði að almenningur nyti stærðar og hagnaðar bankans. Hreiðar sagði einfalldlega rangt að einkavæðing bankana hefði engu skilað. Hvergi annars staðar fengist jafngóð bankaþjónusta á jafngóðu verði. Hann benti á að háir vextir væru Seðlabankanum að kenna - enda hann heildsali krónunnar.

Taldi Hreiðar að krónan væri gjaldmiðill atvinnuhátta fruvinnslusamfélags fortíðar. Nú væru nýjir tímar. Kaupþing skoðaði það af alvöru að hafna krónunni og færa bækur sínar í Evrum. Í viðtali við hann benti Hreiðar á að neikvæðar skýrslur á liðnu ári hefðu rýrt traust á bankanum sem hefði orðið að yfirvinna. Krónan væri orðin fjötur um fót bankans og sagði Hreiðar að það væri beinlýnis skylda að skoða hvort starfsrækslugjaldmiðill Kaupþings yrði ekki framvegis í evrum. Aðspurður hvenær niðurstöðu væri að vænta í þeirri skoðun sagði hann að aðlafundur bankans væri um miðjan mars og rétt að tilkynna eða ræða þau mál á þeim vettvangi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×