Erlent

Ríflegur barnastyrkur í Þýskalandi

Þýskar konur, sem eignuðust börn í gær, voru þær fyrstu í landinu til þessa að njóta góðs af nýjum barnastyrkjum þýsku ríkisstjórnarinnar.

Samkvæmt hinum nýju lögum mun það foreldri, sem er frá vinnu til þess að sjá um barn sitt, fá allt að tvo þriðju af fyrrum launum sínum í styrk frá ríkinu. Ekki mun þurfa að borga skatt af þessari upphæð og hún er líka óháð tekjum.

Þýska ríkisstjórnin ákvað að veita þennan styrk til þess að reyna að auka fæðingartíðni en hún hefur minnkað hratt í Þýskalandi undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×