Erlent

Margmenni við útförina

Útför Geralds Ford, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var haldin Washington í dag en hann andaðist á öðrum degi jóla, 93 ára að aldri. Athöfnin fór fram í dómkirkju höfuðborgarinnar og á meðal þeirra sem þar fluttu eftirmæli var George Bush, núverandi forseti. George Bush eldri, Jimmy Carter og Bill Clinton, fyrrverandi forsetar, fylgdust með, svo og Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra. Ford komst til valda þegar Richard Nixon sagði af sér vegna Watergate-málsins árið 1974 og sat í embætti í hálft þriðja ár. Hann verður jarðsettur á morgun í Michigan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×