Erlent

Aukinn viðbúnaður í Taílandi

MYND/AP

Aukinn öryggisviðbúnaður er nú á mörgum stöðum í Taílandi vegna sprenginganna sem áttu sér stað á nýársnótt. Alls létust þrír í árásunum og um 40 manns særðust.

Hermenn hafa tekið að sér að fylgjast með fólki við helstu lestarstöðvar og fólk þarf nú að fara í gegnum málmleitarhlið á leið sinni til vinnu.

Herstjórnin í Taílandi hefur bent á stuðningsmenn fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Thaksin Shinawatra, og segja þá ábyrga fyrir tilræðunum en því neitaði Shinawatra og benti á að múslimskir aðskilnaðarsinnar gætu verið ábyrgir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×