Erlent

Ostur ekki góður fyrir bresk börn

Pizzur er líka bannað að auglýsa í breskum barnatímum og því væri þessi pizzuostur sennilega talinn bráðhættulegur.
Pizzur er líka bannað að auglýsa í breskum barnatímum og því væri þessi pizzuostur sennilega talinn bráðhættulegur. MYND/Pjetur

Ostur er ekki heilsukostur samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Bretlandi. Þar í landi er bannað að auglýsa mat sem hefur hátt innihald fitu, sykurs og salts í barnatímum. Samkvæmt stöðlunum sem notaðir eru um svokallað „ruslfæði" þá er ostur mjög slæmur fyrir börn og reyndar talinn verri en sykrað morgunkorn, kartöfluflögur og ostborgarar.

Framleiðendur osta í Bretlandi eru segjast dolfallnir yfir ákvörðuninni og benda á að heilbrigðisyfirvöld miða við 100 grömm, þegar venjulegur skammtur sem neytt er, er nær 30-40 grömmum. Á meðal fæðutegunda sem má hins vegar auglýsa í barnatímum eru kakómjólk, franskar til þess að steikja í ofni og hveitibrauð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×