Erlent

Kona verður Buffæta

Elísabet drottning, ásamt Buffætum sínum.
Elísabet drottning, ásamt Buffætum sínum. MYND/REUTERS

Hinir skrautlega klæddu verðir við Tower of London hafa staðið vaktina síðan 1845. Allir hafa þeir verið karlmenn. Nú hefur hinsvegar verið tilkynnt að kona muni á næstunni ganga í raðir þeirra.

Ekki hefur verið upplýst hver sú kona er, aðeins að hún er í hernum, en allir verðirnir koma þaðan. Verðirnir eru kallaðir Beefeaters eða buffætur, vegna þess að á miðöldum fengu þeir sérstakan kjötskammt.

Tower of London er 900 ára gamall kastali sem Vilhjálmur sigurvegari reisti á bökkum Temsár. Þar hafa margar sögufrægar persónur fengið að gista síðustu daga sína. Meðal þeirra var Anne Boleyn, önnur kona Hinriks áttunda, sem var þar í haldi þartil hún var tekin af lífi árið 1536.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×