Fangi á Litla-Hrauni var í dag í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft hass og tóbaksblandað kannabisefni í klefa sínum. Fíkniefnin fundust við leit fangavarða í sumar og játaði maðurinn brotið á sig fyrir dómi. Hann á að baki marga dóma fyrir ýmis brot og hefur ítekað rofið reynslulausn. Með hliðsjón af þessu taldi dómurinn eins mánaðar fangelsi, sem er skilorðsbundið í tvö ár, hæfilega refsingu.
