Erlent

Edrú á Toyota

Toyota bílaframleiðandinn ætlar að setja áfengisvarnarkerfi í bíla sína sem gerir ökumönnum ókleift að aka undir áhrifum. Í stýri bílanna verða svitamælar sem skynja samstundis ef ökumaðurinn hefur drukkið of mikið áfengi. Þá fer bíllinn einfaldlega ekki í gang.

Það er ekki hægt að plata þessa mæla með því að setja upp hanska, því í kerfinu eru einnig akstursskynjarar og myndavél. Skynjararnir finna strax ef eitthvað er óeðlilegt við aksturslagið og myndavélin sér hvort augun eru í fókus. Ef svo er ekki hægir bíllinn á sér og stoppar svo.

Toyota vonast til þess að byrja að setja þetta kerfi í bíla sína í árslok 2009.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×