Innlent

Dómi vegna verka Kjarvals áfrýjað til Hæstaréttar

Ingimundur Kjarval, barnabarn listmálarans Jóhannesar Kjarvals, við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.
Ingimundur Kjarval, barnabarn listmálarans Jóhannesar Kjarvals, við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. MYND/GVA

Ættingjar Jóhannesar S. Kjarvals listmálara hafa ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í dag til Hæstaréttar og dómstóla erlendis ef niðurstaðan þar verður sú sama. Þetta sagði Ingimundur Kjarval, barnabarn listmálarans, í samtali við fréttastofu í dag.

Eins og greint var frá fyrr í dag sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkurborg af kröfum ættmenna listmálarans sem héldu því fram að engin skjöl væru til sem sönnuðu að Kjarval hefði gefið borginni rúmlega fimm þúsund listaverk og aðra muni árið 1968. Fóru ættingjarnir fram á að borgin léti verkin af hendi.

Á það féllst héraðsdómur ekki og vísaði meðal annars til dagbókarfærslu og vitnisburðar Guðmundar Alfreðssonar um fund Geirs Hallgrímssonar og og Jóhannesar Kjarvals árið 1968 þar sem Kjarval gaf verkin. Þá var einnig vísað til þess að greint hefði verið frá gjöfinni við opnun Kjarvalsstaða þar sem ættingjar Kjarvals hefðu verið viðstaddir án þess að gera athugasemdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×