Hefðu farið öðruvísi að 3. janúar 2007 18:45 Kalt stríð er skollið á milli Bandaríkjamanna og forsætisráðherra Íraks. Ráðherrann segist vilja hverfa úr embætti hið fyrsta og segir Bandaríkjamenn hafa brugðist klúðurslega við ofbeldi í Írak. Bandaríkjamenn svara um hæl að þeir hefðu hagað aftöku Saddams Hússeins öðruvísi. Samskipti al-Maliki við ráðamenn í Washington hafa verið stirð allt síðan í fyrra þegar bandaríska blaðið New York Times birti minnisblað frá þjóðaröryggisráðgjafa Bush Bandaríkjaforseta þar sem al-Maliki var sagður veikur leiðtogi sem vissi ekki hvert hann ætti að sækja styrk til starfans. Í viðtali við Wall Street Journal, sem tekið var fyrir jól og birt í gær, sagðist al-Maliki ekki sækjast eftir að gegna embættinu annað tímabil og vildi jafnvel hætta fyrr. Hann gagnrýndi Bandaríkjamenn og sagði þá og bandamenn þeira hafa brugðist seint og illa við ofbeldinu í Írak. al-Maliki hefur falið sérstakri nefnd á vegum íraska innanríkisráðuneytisins að finna þann sem myndaði aftöku Saddams Hússeins með farsíma og birti á netinu. Þar má heyra að böðla formælta forsetanum fyrrverandi og hæða. Vegna þessa verður framkvæmd aftökunnar rannsökuð. Bandaríkjaforseti vildi í dag ekki svara spurningum um aftökuna á Saddam Hússein og hundsaði spurningu fréttamanns á blaðamannafundi í Washington í dag. Einn undirmanna hans, William Caldwell, talsmaður Bandaríkjahers í Írak, tjáði sig þó um aftökuna í morgun. Hann sagði að sitt mat væri að Bandaríkjamenn hefðu farið öðruvísi að. Ákvörðunin hafi þó ekki verið þeirra heldur Íraka hvernig aftökunni skyldi hagað. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Arabiya greindi síðan frá því í dag að hálfbróðir Saddams, Barzan Ibrahim, og Awad Hamed, dómari yrðu teknir af lífi á morgun. Þeir voru dæmdir til dauða, ásamt Saddam, fyrir morð á tæplega hundrað og fimmtíu súnníum í bænum Dujali árið 1982 eftir að tilræði við Íraksforsetann fyrrverandi fór út um þúfur. Talsmaður Bandaríkjahers vildi ekki tjá sig um það og sagði það íraskra stjórnvalda að greina frá því hvenær dómnum yrði framfylgt. Erlent Fréttir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Sjá meira
Kalt stríð er skollið á milli Bandaríkjamanna og forsætisráðherra Íraks. Ráðherrann segist vilja hverfa úr embætti hið fyrsta og segir Bandaríkjamenn hafa brugðist klúðurslega við ofbeldi í Írak. Bandaríkjamenn svara um hæl að þeir hefðu hagað aftöku Saddams Hússeins öðruvísi. Samskipti al-Maliki við ráðamenn í Washington hafa verið stirð allt síðan í fyrra þegar bandaríska blaðið New York Times birti minnisblað frá þjóðaröryggisráðgjafa Bush Bandaríkjaforseta þar sem al-Maliki var sagður veikur leiðtogi sem vissi ekki hvert hann ætti að sækja styrk til starfans. Í viðtali við Wall Street Journal, sem tekið var fyrir jól og birt í gær, sagðist al-Maliki ekki sækjast eftir að gegna embættinu annað tímabil og vildi jafnvel hætta fyrr. Hann gagnrýndi Bandaríkjamenn og sagði þá og bandamenn þeira hafa brugðist seint og illa við ofbeldinu í Írak. al-Maliki hefur falið sérstakri nefnd á vegum íraska innanríkisráðuneytisins að finna þann sem myndaði aftöku Saddams Hússeins með farsíma og birti á netinu. Þar má heyra að böðla formælta forsetanum fyrrverandi og hæða. Vegna þessa verður framkvæmd aftökunnar rannsökuð. Bandaríkjaforseti vildi í dag ekki svara spurningum um aftökuna á Saddam Hússein og hundsaði spurningu fréttamanns á blaðamannafundi í Washington í dag. Einn undirmanna hans, William Caldwell, talsmaður Bandaríkjahers í Írak, tjáði sig þó um aftökuna í morgun. Hann sagði að sitt mat væri að Bandaríkjamenn hefðu farið öðruvísi að. Ákvörðunin hafi þó ekki verið þeirra heldur Íraka hvernig aftökunni skyldi hagað. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Arabiya greindi síðan frá því í dag að hálfbróðir Saddams, Barzan Ibrahim, og Awad Hamed, dómari yrðu teknir af lífi á morgun. Þeir voru dæmdir til dauða, ásamt Saddam, fyrir morð á tæplega hundrað og fimmtíu súnníum í bænum Dujali árið 1982 eftir að tilræði við Íraksforsetann fyrrverandi fór út um þúfur. Talsmaður Bandaríkjahers vildi ekki tjá sig um það og sagði það íraskra stjórnvalda að greina frá því hvenær dómnum yrði framfylgt.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Sjá meira