Erlent

Læknar skilja síamstvíbura að

Móðirin sést hér með börnum sínum.
Móðirin sést hér með börnum sínum. MYND/AP

Læknar í Bandaríkjunum skildu í gær að tvíbura sem voru samvaxnir á brjóstkassa. Að sögn þeirra gekk allt upp í aðgerðinni og sögðu þeir að tvíbrunum heilsaðist báðum vel. Eitt stærsta vandamálið í aðgerðinni var að aðskilja hjörtu stúlknanna og koma þeim fyrir í brjóstholum þeirra en engu að síður gekk það vel.

Búist er við því að stúlkurnar tvær verði á gjörgæsludeild í nokkrar vikur í viðbót en þær ættu ekki að þurfa á frekari aðgerðum að halda. Alls tóku um 45 læknar og hjúkrunarfræðingar þátt í aðgerðinni sem tók rúmar sjö klukkustundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×