Viðskipti erlent

Vill að Vodafone falli frá yfirtöku í Hutchison Essar

Auglýsing frá indverska farsímafélaginu Hutchison Essar.
Auglýsing frá indverska farsímafélaginu Hutchison Essar. Mynd/AFP

Hluthafi í breska farsímarisanum Vodafone vill að félagið falli frá yfirtökutilraunum í 67 prósenta hlut indverska farsímafélagsins Hutchison Essar. Ástæðan er aðkoma indverska fjárfestahópsins Hinduja Group í yfirtökubaráttu um hlutinn.

Vodafone lýsti fyrst farsímafélaga yfir áhuga á kaupum á hlut Hutchison Whampoa, sem á meirihluta í indverska farsímafélaginu en það er fjórða stærsta farsímafélag á Indlandi. Nokkur farsímafélög hafa lýst yfir áhuga á kaupum á hlutnum, þar á meðal Essar, sem er í oddastöðu með 33 prósenta eignarhlut.

Stjórnarformaður Hinduja Gropu segir félagið ekki sætta sig við neitt minna en ráðandi hlut í Hutchison Essar eða 51 prósent.

Hluthafahópur Vodafone, sem heitir State Street og fer með 1,7 prósent í félaginu, segir yfirtökubaráttuna geta orðið félaginu dýrt enda hlaupi kaupverð á um 17 til 20 milljörðum bandaríkja. Það jafngildir 1.200 til rúmlega 1.400 milljarða íslenskra króna. Forsvarsmenn State Street segja það of hátt og hafa sýnt sig að hætta sé á að greitt verði yfirverð fyrir félagið til að tryggja kaupin. Slíkt séu mistök, að þeirra sögn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×