Erlent

Íranskir leyniþjónustumenn í Írak

Breskur embættismaður segir að fimm Íranar sem bandarískir hermenn handtóku í Bagdad í síðasta mánuði séu háttsettir leyniþjónustumenn. Talið er að þeir hafi verið í leynilegum erindagjörðum að reyna að hafa áhrif á gang mála í Írak.

Ekki fundust neinar sannanir fyrir því að þessir fimm menn hafi átt þátt í því að smygla vopnum til sjía múslima í Írak, en írönsk stjórnvöld eru sökuð um að hella olíu á eldinn þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×