Erlent

Litla moskan á sléttunni

Framleiðendur nýrra gamanþátta fyrir sjónvarp, í Kanada , bíða spenntir eftir að sjá hver viðbrögðin verða við þáttunum. Þáttaröðin heitir "Litla moskan á sléttunni," og fjallar um hóp múslima sem setjast að í kristnum smábæ í Kanada, og samskiptum þessara tveggja hópa.

Nafnið er augljóslega sótt í þættina "Húsið á sléttunni," sem nutu mikilla vinsælda á síðustu öld. Höfundurinn er kanadisk múslimakona Zarqa Nawaz. Hún segir að umfjöllun um múslima síðan 9/11 hafi verið mjög einsleit og neikvæð. Hún vilji að fólk geti skemmt sér yfir múslimum, á sama hátt og þeir skemmti sér yfir öðru fólki og trúarbrögðum.

Það sem menn bíða,spenntir eftir að sjá, er hvort múslimum verði skemmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×