Erlent

Frelsaður eftir sex ár í gíslingu

Fyrrum ráðherra í Kólumbíu, sem hefur verið í haldi mannræningja í sex ár, tókst í dag að komast undan þeim eftir björgunaraðgerðir kólumbíska hersins. Talið er að tugir uppreisnarmanna í FARC hafi látið lífið í aðgerðunum.

FARC hefur barist fyrir því að stofna kommúnistaríki og var upphaflega her kólumbíska kommúnistaflokksins. Síðar skar herinn sig frá flokknum og myndaði eigin kommúnistaflokk og urðu þá að FARC. Hópurinn hefur í haldi fjölmarga háttsetta og fyrrum háttsetta menn í Kólumbíu sem þeir síðan ætla sér að nota í skiptum á föngum við stjórnvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×