Erlent

20 þúsund flýja ofbeldi í Tsjad

Ofbeldi í austurhluta Tsjad, sem upprunnið er í Darfur héraði í Súdan, hefur neytt 20 þúsund manns til þess að flýja heimili sín undanfarnar tvær vikur en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skýrði frá þessu í dag.

Ofbeldið hefur þá orðið til þess að allt að 100 þúsund manns frá Tsjad hafi þurft að flýja heimili sín, til viðbótar við þeim 230 þúsund sem flúið hafa frá Darfur héraðinu og nágrenni. Fólksfjöldinn heldur nú til í um 12 flóttamannabúðum sem eru við landamæri Tsjad.

Talsmenn flóttamannastofnunar SÞ sögðu að erfitt væri að hjálpa öllu þessu fólki þar sem ekki væri nóg af vatni og eldivið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×