Erlent

Ákærur á föngum í Guantanamo birtar í febrúar

MYND/AP

Bandaríski herinn býst við því að birta ákærur á hendur hóps fanga í Guantanamo fangelsinu nú í febrúar og að réttarhöld, þar sem sönnunargöng gegn þeim verða sýnd, verði síðan í sumar. Hundruð manna hefur verið haldið í Guantanamo án dóms vegna gruns um að þeir séu hryðjuverkamenn.

Yfirmaður flughersins, sem er aðalsaksóknari í málinu, sagði þó að tafir gætu orðið á réttarhöldunum þar sem það væru hundruð hluta sem gætu komið í veg fyrir þau. Búist er við því að í fyrsta hópnum verði um 10 til 20 fangar ákærðir.

Guantanamo fangelsið á fimm ára starfsafmæli þann 11. janúar næstkomandi og ætla mótmælendur að hittast fyrir utan það og mótmæla tilvist þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×