Erlent

Heimatilbúnar auglýsingar í Super Bowl

MYND/AP

Tímaritið TIME virðist hafa haft rétt fyrir sér þegar það valdi Þig, eða hinn virka netnotanda, sem persónu ársins því ansi margar auglýsingar í Super Bowl, sem er úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum, verða gerðar af sigurvegurum ýmissa keppna sem auglýsendur standa fyrir. Þannig getur hver sem er tekið þátt í keppni um Chevrolet og Doritos auglýsingar og verða þær sem bera sigur úr býtum sýndar í hálfleik.

Auglýsendur segja að það sem sé vinsælast í dag sé efni sem að notendur veraldarvefsins gera sjálfir og benda þá á vefsvæði eins og YouTube.com máli sínu til stuðnings. Benda þeir á að allt umtal sé af hinu góða og því verði varan, hvort sem auglýsingin þykir skemmtileg eða gríðarlega leiðinleg, eitt helsta umtalsefni Bandaríkjannamanna næstu vikurnar eftir leikinn.

Það má líka minna á að 30 sekúnda auglýsing kostar um það bil 2,5 milljón dollara, eða um 175 milljónir íslenskra króna, og að búist er við því að um 90 milljónir manna eigi eftir að horfa á auglýsingarnar, sem þykja oft meira mál en sjálfur leikurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×