Erlent

Ban Ki-moon ræðir ástandið í Darfur

Ban Ki-moon sést hér sinn fyrsta dag í embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-moon sést hér sinn fyrsta dag í embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna. MYND/AP

Ban Ki-moon hitti í dag sérstakan erindreka Sameinuðu þjóðanna í Darfur sem og fulltrúa Afríkusambandsins til þess að reyna að blása lífi í friðarviðræður í Darfur. Eftir fundinn hvöttu þeir til þess að einhugur yrði varðandi á meðal aðila öryggisráðsins um hvað ætti að gera í Darfur.

Einnig var rætt um nauðsyn þess að skilningur og viðræður myndu eiga sér stað á milli stjórnvalda í Súdan og Tsjad en átökin í Darfur hafa breiðst út til Tsjad að undanförnu og talið er að allt að 100 þúsund manns í Tsjad hafi þurft að flýja heimili sín vegna átakanna.

Ban sagði fréttamönnum sinn fyrsta dag í starfi að átökin í Súdan og friðsamleg lausn þeirra væri það verkefni sem væri mikilvægast að leysa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×