Erlent

Offitulyf fyrir hunda komið á markaðinn

Þessir hundar eru býsna vel á sig komnir enda virðist eigandi þeirra hirða um að viðra þá.
Þessir hundar eru býsna vel á sig komnir enda virðist eigandi þeirra hirða um að viðra þá. MYND/AP

Það er á allra vitorði að Bandaríkjamenn eru feitasta þjóð veraldar en hitt vita færri að hið sama gildir um bandaríska hunda. Rannsóknir sýna að allt að þriðjungur hunda í landinu er of þungur og fimm prósent glíma við sjúklega offitu.

Nú hefur lyfjarisinn Pfizer sett á markað nýtt megrunarlyf fyrir hunda, það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna hefur veitt lyfinu blessun sína, en það nefnist Slentrol og á að draga verulega úr matarlyst og fituupptöku þessara bestu vina mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×