Erlent

Abbas bannar sveitir Hamas

Spennan á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna jókst enn í dag þegar Mahmoud Abbas forseti lýsti því yfir að Hamas-samtökunum væri óheimilt að starfrækja eigin öryggissveitir. Ákvörðun Abbas kemur í kjölfar átakahrinu á milli sveita Hamas og Fatah-hreyfingar forsetans undanfarnar vikur. Sex þúsund liðsmenn eru í sveitum Hamas en í lífverði forsetans eru einungis fjögur þúsund manns. Leiðtogar Hamas svöruðu yfirlýsingu Abbas í dag með tilkynningu um að þeir myndu tvöfalda sveitir sínar. Útlit er því fyrir áframhaldandi ólgu á milli fylkinganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×