Erlent

100 högg fyrir hórdómsmyndir

Íranskur maður hefur verið húðstrýktur opinberlega fyrir að taka af sér videomyndir í samförum við fjölda giftra kvenna. Bósinn mátti þola eitthundrað vandarhögg. Lögreglan frétti af ástarleikjum hans frá mönnum sem hann hafði sýnt myndirnar.

Hórdómur er refsiverður í Íran og eru menn annaðhvort húðstrýktir eða grýttir. Síðast var fólk grýtt fyrir framhjáhald árið 2002. Íranska blaðið Etemad-Melli, sem segir frá húðstrýkingunni, getur ekkert um örlög hinna giftu kvenna sem maðurinn lagðist með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×