Erlent

Hitabeltissjúkdómar færast norðar

Moskítófluga.
Moskítófluga.

Malaría er að breiðast út á Ítalíu, sem og aðrir hitabeltissjúkdómar að sögn ítölsku umhverfisstofnunarinnar Legambiente. Stofnunin segir að með hlýnandi loftslagi séu hitabeltissjúkdómar að færast norðureftir. Margir þessara sjúkdóma eru banvænir, til dæmis kostar malaría um eina milljón manna lífið árlega.

Auk malaríu nefnir Legambiente vírussjúkdóm sem ræðst á heilann og veldur á honum miklum skemmdum. Annar sjúkdómur veldur breytingum á lifur og milta. Miklir hitar hafa verið á Ítalíu undanfarin ár og meðal annars vegna hins heita hafstraums El Nino, er því spáð að í ár verði metár í hita, í heiminum.

Það verður náttúrlega gróðrarstía, bæði fyrir hitabeltissjúkdóma og plöntur sem geta skaðað það lífríki sem fyrir er á norðurslóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×