Erlent

Ísraelar neita áformum um kjarnorkuárás

Ísraels F-16 orrustuþota. Það voru þotur af þessari gerð sem sprengdu kjarnorkuver í Írak 1982.
Ísraels F-16 orrustuþota. Það voru þotur af þessari gerð sem sprengdu kjarnorkuver í Írak 1982.

Ísraelska utanríkisráðuneytið neitar því að ísraelar hyggist gera kjarnorkuárás á kjarnorkuver í Íran, en hvorki forsætisráðherra né öryggismálaráðherra vilja tjá sig um frétt Sunday Times þess efnis. Íranar hóta hinsvegar grimmum hefndum ef Ísraelar gera árás.

Sunday Times segist hafa marga heimildarmenn innan ísraelska hersins fyrir frétt sinni. Blaðið segir að tvær flugsveitir séu að æfa undir árásina og þeir hafi meðal annars flogið frá Ísrael til Gíbraltar, til þess að búa sig undir rúmlega þrjúþúsund kílómetra flugið að skotmörkunum í Írak, og til baka.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í dag að ísraelsk stjórnvöld bregðist ekki við fréttum í Sunday Times, og því hafi hann ekkert um málið að segja. Þótt Olmert hafi ekki útilokað hernaðaraðgerðir gegn Íran, hefur hann lagt megináherslu á að leysa málið eftir diplomatiskum leiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×