Erlent

Aðstoðarmenn Saddams hengdir í næstu viku

Saddam Hussein ásamt aðstoðarmönnum sínum, í réttarsal.
Saddam Hussein ásamt aðstoðarmönnum sínum, í réttarsal.

Tveir aðstoðarmenn Saddams Hussein verða teknir af lífi í næstu viku, að sögn talsmanns írösku ríkisstjórnarinnar. Þeir voru dæmdir til dauða ásamt Saddam, fyrir morðin á 148 sjía múslimum á áttunda áratugnum.

Talsmaðurinn sagði að Írakar virtu skoðanir Sameinuðu þjóðanna, en Ban Ki-Moon, framkvæmsatjóri samtakanna hefur farið framá að mönnunum verði þyrmt. Refsing þeirra sé hinsvegar innanríkismál Íraka. Mennirnir tveir eru Barzan Ibrahim al-Tikriti og Awad al Bandar. Sá fyrrnefndi er hálfbróðir Saddams og var yfirmaður írösku leyniþjónustunnar. Hinn var dómari í Byltingardómstól forsetans.

Talsmaður íraksstjórnar sagði að búið væri að undirrita dauðadómana og aðeins eftir tæknilegur frágangur. Þeim yrði svo framfylgt einhverntíma í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×