Erlent

Vilja ekki senda fleiri hermenn til Íraks

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríkjaþings.
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríkjaþings. MYND/AP

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins sagði í dag að það verði skoðað nákvæmlega, ef Bush forseti ákveður að senda fleiri hermenn til Íraks. Hún gekk þó ekki svo langt að segja að þingið muni neita forsetanum um það fé sem til þarf.

Pelosi sagði að ef Bush sendi fleiri hermenn þá þyrfti hann að réttlæta það fyrir þinginu, sem nú er í höndum demókrata. Meðan repúblikanar höfðu meirihluta á þingi, fékk forsetinn allt sem hann bað um. Bush hefur rætt um að senda 20 þúsund hermenn til viðbótar til Íraks, til þess að reyna að koma á jafnvægi í Bagdad.

Demókratar á þingi eru andvígir því, og og öldungadeildarþingmaðurinn Joseph Biden, sagði að það væri uppskrift að meiri hörmungum. Hann viðurkenndi að þingið gæti ekki hindrað forsetann í að senda hermennina, en hann myndi reyna að fá hann ofan af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×