Erlent

Ég mun drepa þá alla með efnavopnum

Efnavopna Ali fyrir rétti í Bagdad.
Efnavopna Ali fyrir rétti í Bagdad. MYND/AP

Saddam Hussein og frændi hans "Efnavopna Ali" heyrðust tala um að drepa þúsundir kúrda með efnavopnum, þegar upptaka frá fundi þeirra var spiluð við réttarhöldin í Bagdad, í dag. Þetta var nokkrum áður en efnavopnum var beitt gegn bænum Halabja, þar sem um fimm þúsund manns létu lífið.

"Ég mun ráðast á þá með efnavopnum og drepa þá alla, og til fjandans með þá sem segja eitthvað," segir Ali.

"Já, þau virka mjög vel, sérstaklega á þá sem ekki setja á sig grímu þegar í stað, eins og við skiljum það," segir Saddam.

"Herra, drepur það þúsundir," spyr ókunn rödd. "Já, það drepur þúsundir og neyðir þá til að hætta og bvorða og drekka og þeir verða að yfirgefa heimili sín án þess að taka nokkuð með sér, þartil við loks getum útrýmt þeim," segir Saddam.

"Efnavopna Ali," sem nú er fyrir rétti í Bagdad heitir fullu nafni Ali Hassan al-Majeed. Hann er fyrir rétti vegna þáttar síns í morðunum á um 180 þúsund kúrdum.

 

Kúrdar eru mjög ósáttir við að Saddam skyldi hafa verið tekinn af lífi áður en réttað var í málum hans gagnvart þeim. Allar sakir á Saddam hafa verið felldar niður eftir aftökuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×