Viðskipti erlent

Olíuverð enn undir 58 dölum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í dag í kjölfar verra veðurfars í Bandaríkjunum og aukinnar eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu þar í landi. Þá eiga Rússar hlut að máli en þeir skrúfuðu fyrir olíuleiðslur til Hvíta-Rússlands í dag með þeim afleiðingum að olía barst ekki til Póllands og Þýskalands.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 1,41 sent á markaði í Bandaríkjunum. Þetta jafngildir 2,5 prósenta hækkun og fór verðið í 57,72 dali á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu hækkaði á sama tíma um 1,35 dali og fór í 56,99 dali á tunnu á markaði í Lundúnum í Bretlandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×