Erlent

Kínverska lögreglan í átökum við hryðjuverkamenn

MYND/Reuters

Kínverska lögreglan varð 18 manns að bana í dag þegar hún gerði árásir á búðir hryðjuverkamanna í Xinjiang, sem er sjálfstjórnarhérað í vesturhluta Kína. Árásin átti sér stað á föstudaginn og var fyrst sagt frá henni í dag. Hryðjuverkamennirnir eru af tyrkneskum uppruna og kínversk yfirvöld segja vera aðskilnaðarsinna.

Búðirnar eru nálægt landamærum Pakistans og Afganistans. Lögreglan lagði hald 22 handsprengjur og efni til gerðar 1.500 slíkra í viðbót. Í héraðinu eiga heima alls 8 milljónir uighurmanna en þeir eru af tyrkneskum uppruna. Sumir þeirra kunna illa við kínverska minnihluta héraðsins og vilja sumir þeirra stofna sjálfstætt ríki byggt á íslömskum grunni og hefur það leitt til þess að átök hafa blossað upp öðru hvoru.

Mannréttindasamtök segja þó að kínversk yfirvöld séu aðeins að nýta sér ástandið í heimsmálum til þess að drepa niður sjálfstæðibaráttu jaðarsvæða Kína og að koma í veg fyrir trúfrelsi. Ein af helstu leiðtogum uppreisnarmanna, Rebiya Kadeer, var fangelsuð árið 2000 fyrir að leka ríkisleyndarmálum til eiginmanns síns, í formi blaðagreina um ættbálk hennar, en maður hennar býr í Bandaríkjunum. Hún hefur verið tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×