Erlent

Sprengjusveit í Miami kölluð út

Sprengusveit lögreglunnar á leið til starfa í dag.
Sprengusveit lögreglunnar á leið til starfa í dag. MYND/AP

Sprengjusveit lögreglunnar í Miami í Bandaríkjunum var kölluð út í dag til þess að rannsaka grunsamlegan hlut sem fannst á hafnarsvæði borgarinnar. Verið var að afferma hlutinn úr vörubíl á svæðinu þegar leitartæki hafnarvarða fundu eitthvað óeðlilegt.

Óstaðfestar fregnir hermdu að um væri að ræða C-4, sem er gríðaröflugt plastsprengiefni, en það hefur ekki enn fengist staðfest.

Annað atvik, alls óskylt þessu, átti sér stað í gær en þá voru þrír menn af Mið-austurlenskum uppruna teknir við að reyna að komast óséðir inn á hafnarsvæðið. Var þeim þó sleppt eftir yfirheyrslur þar sem þótti ljóst að af þeim stafaði ekki hætta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×