Erlent

Áhersla á samkomulag í Doha

Barroso (t.v.) og Bush (t.h.) ræða málin í hvíta húsinu í dag.
Barroso (t.v.) og Bush (t.h.) ræða málin í hvíta húsinu í dag. MYND/AP

Að ná góðum árangri í Doha-viðræðum Alþjóðaviðskiptasambandsins er forgangsatriði bæði Evrópusambandsins og Bandaríkjanna en frá þessu skýrði Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Yfirlýsingin kom eftir fund Bush og Barroso og sagði Barroso að þetta væri tækifæri sem mætti ekki renna þeim úr greipum. Enn fremur bætti hann við að þessi tvö stórveldi bæru mikla ábyrgð á því hvort að samkomulag næðist. Viðræðunum var fresta í júlí á síðasta ári þar sem ekki náðist samkomulag um landbúnaðarvörur. Barroso benti þó líka á væntanleg stórveldi, eins og Indland og Kína, og sagði að þau myndu hafa töluverð áhrif á niðurstöðu viðræðnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×