Fátæklegar rannsóknir á sviði lista og menningar Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 9. janúar 2007 06:15 Ég er svona stór, segir í kvæðinu. Skrifstofustjóri vísindaskrifstofu menntamálaráðuneytis, Vilhjálmur Lúðvíksson, hrósar íslenskum vísindamönnum fyrir dugnað í grein í Morgunblaðinu um helgina. Þar segir hann að íslenskir vísindamenn hafi árið 2005 verið í fjórða sæti í samantekt um birtar vísindagreinar árið 2005 - miðað við höfðatölu. Stjórnvöldum hefur um nokkurt skeið verið nokkur þörf að halda fram sterkri stöðu íslenskra vísinda á mörgum sviðum, svona rétt eins og menn þurfi að tala í sig kapp, fullvissa sig um að vel sé gert. Vísindasamfélagið hefur aðra sögu að segja: þar er stöðugt brýnt fyrir stjórnvöldum að aldrei sé nóg sett í vísindastarf og vitnað til fjárskorts í þeim efnum á mörgum sviðum. Aðrir starfsmenn menntamálaráðuneytis gerðu í liðinni viku samkomulag við Listaháskóla Íslands á þá leið að skólinn fengi tíu milljónir til að koma á stofn samskiptagrunni fyrir íslenska vísindamenn á sviði rannsókna á listum - upphæðin dugar rétt fyrir einu stöðugildi og skrifstofuhaldi. En mjór er mikils vísir. Tildrögin að samningnum eru að mönnum er tekið að renna til rifja hvað átakanlega fátt er til af rannsóknum um íslenska listaog menningarsögu. Flest þau rit sem til eru af því sviði eru stök og einangruð brautryðjendaverk: má þar síðast nefna stórt og mikið rit um Kjarval sem kom út fyrir rúmu ári. Þó hefur meira verið um Kjarval fjallað en alla aðra íslenska myndlistarmenn á bók. Og hvert sem litið er í listgeiranum blasir fátæktin við: menntamálaráðherrann sjálfur tilkynnti skömmu eftir að hún tók við starfi að skömm væri að því að við ættum ekki sögu myndlistar. Hvar er þá saga húsagerðar? Leiklistarsagan er að stærstum hluta óskráð. Stutt saga kvikmyndarinnar er ekki til. Stórt séð er saga íslenskrar tónlistar óskrifuð í mörgum deildum. Yfirlitsverk um listir og menningu verða ekki til svo vit sé, nema áður hafi farið fram margvíslegar smærri rannsóknir, þar sem skyggnst er dýpra á afmörkuðum svæðum og þau könnuð af lifandi samfélagi fræðimanna þar sem tekist er á um kenningar og framkvæmd í rituðu og mæltu máli á opinberum vettvangi fræða og fjölmiðlunar. Rannsóknir á þeim verða ekki barn í brók nema viðfangsefni sé skoðað í stærra samhengi evrópskrar þróunar, jafnvel víðar leitað. Íslenskt vísindastarf í listfræði og listasögu verður ekki unnið nema í hinu stóra samhengi lista vesturálfu. Því ber að fagna frumkvæði Listaháskólans sem hefur um nokkurt skeið sótt á fjármálavaldið til að auka starfsgrundvöll sinn í þessa átt. Og starfsmenn ráðuneyta ættu að hafa lægra með sitt höfðatölugrobb þegar við blasa stórir flákar vísinda sem hér á landi eru ónumið land. Og hvergi stærra en í listum og menningu sem ráðuneytismenn státa þó mest af á tyllidögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun
Ég er svona stór, segir í kvæðinu. Skrifstofustjóri vísindaskrifstofu menntamálaráðuneytis, Vilhjálmur Lúðvíksson, hrósar íslenskum vísindamönnum fyrir dugnað í grein í Morgunblaðinu um helgina. Þar segir hann að íslenskir vísindamenn hafi árið 2005 verið í fjórða sæti í samantekt um birtar vísindagreinar árið 2005 - miðað við höfðatölu. Stjórnvöldum hefur um nokkurt skeið verið nokkur þörf að halda fram sterkri stöðu íslenskra vísinda á mörgum sviðum, svona rétt eins og menn þurfi að tala í sig kapp, fullvissa sig um að vel sé gert. Vísindasamfélagið hefur aðra sögu að segja: þar er stöðugt brýnt fyrir stjórnvöldum að aldrei sé nóg sett í vísindastarf og vitnað til fjárskorts í þeim efnum á mörgum sviðum. Aðrir starfsmenn menntamálaráðuneytis gerðu í liðinni viku samkomulag við Listaháskóla Íslands á þá leið að skólinn fengi tíu milljónir til að koma á stofn samskiptagrunni fyrir íslenska vísindamenn á sviði rannsókna á listum - upphæðin dugar rétt fyrir einu stöðugildi og skrifstofuhaldi. En mjór er mikils vísir. Tildrögin að samningnum eru að mönnum er tekið að renna til rifja hvað átakanlega fátt er til af rannsóknum um íslenska listaog menningarsögu. Flest þau rit sem til eru af því sviði eru stök og einangruð brautryðjendaverk: má þar síðast nefna stórt og mikið rit um Kjarval sem kom út fyrir rúmu ári. Þó hefur meira verið um Kjarval fjallað en alla aðra íslenska myndlistarmenn á bók. Og hvert sem litið er í listgeiranum blasir fátæktin við: menntamálaráðherrann sjálfur tilkynnti skömmu eftir að hún tók við starfi að skömm væri að því að við ættum ekki sögu myndlistar. Hvar er þá saga húsagerðar? Leiklistarsagan er að stærstum hluta óskráð. Stutt saga kvikmyndarinnar er ekki til. Stórt séð er saga íslenskrar tónlistar óskrifuð í mörgum deildum. Yfirlitsverk um listir og menningu verða ekki til svo vit sé, nema áður hafi farið fram margvíslegar smærri rannsóknir, þar sem skyggnst er dýpra á afmörkuðum svæðum og þau könnuð af lifandi samfélagi fræðimanna þar sem tekist er á um kenningar og framkvæmd í rituðu og mæltu máli á opinberum vettvangi fræða og fjölmiðlunar. Rannsóknir á þeim verða ekki barn í brók nema viðfangsefni sé skoðað í stærra samhengi evrópskrar þróunar, jafnvel víðar leitað. Íslenskt vísindastarf í listfræði og listasögu verður ekki unnið nema í hinu stóra samhengi lista vesturálfu. Því ber að fagna frumkvæði Listaháskólans sem hefur um nokkurt skeið sótt á fjármálavaldið til að auka starfsgrundvöll sinn í þessa átt. Og starfsmenn ráðuneyta ættu að hafa lægra með sitt höfðatölugrobb þegar við blasa stórir flákar vísinda sem hér á landi eru ónumið land. Og hvergi stærra en í listum og menningu sem ráðuneytismenn státa þó mest af á tyllidögum.