Ráðist á þorp í Sómalíu 9. janúar 2007 12:45 Bandaríkjaher gerði í nótt loftárásir á þorp í Sómalíu þar sem talið var að liðsmenn al-Qaed hryðjuverkasamtakanna hefðust við. Vitni segja fjölmarga almenna borgara hafa fallið í árásunum. Bandaríkjamenn hafa ekki viljað tjá sig um aðgerðir næturinnar. Íslamskir uppreisnarmenn, sem hefur verið líkt við Talíbana og Bandaríkjamenn telja hafa tengsl við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, náðu stórum hluta Sómalíu á sitt vald í fyrra. Skömmu fyrir jól réðust eþíópískar hersveitir inn í landið með stuðningi sómalískra stjórnvalda og hröktu þá á flótta. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af árás á þorpið Badel þar sem talið var að hryðjuverkamenn úr röðum al-Qaeda hefðust við. Bandarískar hersveitir sendu í nótt af stað þungvopnaða, fjögurra hreyfla herflugvél til árása. Vél sem þessi eirir engu á stóru svæði þegar vopnum hennar er beytt. Fulltrúar sómalískra stjórnvalda segja marga hafa fallið. Bandaríkjamenn hafa ekki tjáð sig um árás næturinnar en búist var við tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu síðar í dag. Árásin í nótt er fyrsta opinbera hernaðaraðgerð Bandaríkjamanna í Sómalíu frá árinu 1994 þegar átján bandarískir hermenn féllu í höfuðborginni, Mogadishu. Þorpið sem ráðist var á í nótt er nærri landamærunum að Kenýa og sagt síðasta vígi uppreisnarmanna í Sómalíu. Í gær var greint frá því að eþíópískar og sómalískar hersveitir væru nærri því að leggja það undir sig. Ætla má að það reynist auðvelt eftir aðgerðir næturinnar. Abdullahi Yusuf, forseti Sómalíu, segist styðja aðgerðir Bandaríkjamanna. Þeir hafi rétt til að ráðast gegn hryðjuverkamönnum sem beri ábyrgð á árásum gegn sendiráðum þeirra í Kenýa og Tansaníu. Grunur leikur á að einhverjir þeirra sem fallið hafi í nótt hafi átt þátt í þeim árásum árið 1998 sem kostuðu 250 manns lífið. Erlent Fréttir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Bandaríkjaher gerði í nótt loftárásir á þorp í Sómalíu þar sem talið var að liðsmenn al-Qaed hryðjuverkasamtakanna hefðust við. Vitni segja fjölmarga almenna borgara hafa fallið í árásunum. Bandaríkjamenn hafa ekki viljað tjá sig um aðgerðir næturinnar. Íslamskir uppreisnarmenn, sem hefur verið líkt við Talíbana og Bandaríkjamenn telja hafa tengsl við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, náðu stórum hluta Sómalíu á sitt vald í fyrra. Skömmu fyrir jól réðust eþíópískar hersveitir inn í landið með stuðningi sómalískra stjórnvalda og hröktu þá á flótta. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af árás á þorpið Badel þar sem talið var að hryðjuverkamenn úr röðum al-Qaeda hefðust við. Bandarískar hersveitir sendu í nótt af stað þungvopnaða, fjögurra hreyfla herflugvél til árása. Vél sem þessi eirir engu á stóru svæði þegar vopnum hennar er beytt. Fulltrúar sómalískra stjórnvalda segja marga hafa fallið. Bandaríkjamenn hafa ekki tjáð sig um árás næturinnar en búist var við tilkynningu frá varnarmálaráðuneytinu síðar í dag. Árásin í nótt er fyrsta opinbera hernaðaraðgerð Bandaríkjamanna í Sómalíu frá árinu 1994 þegar átján bandarískir hermenn féllu í höfuðborginni, Mogadishu. Þorpið sem ráðist var á í nótt er nærri landamærunum að Kenýa og sagt síðasta vígi uppreisnarmanna í Sómalíu. Í gær var greint frá því að eþíópískar og sómalískar hersveitir væru nærri því að leggja það undir sig. Ætla má að það reynist auðvelt eftir aðgerðir næturinnar. Abdullahi Yusuf, forseti Sómalíu, segist styðja aðgerðir Bandaríkjamanna. Þeir hafi rétt til að ráðast gegn hryðjuverkamönnum sem beri ábyrgð á árásum gegn sendiráðum þeirra í Kenýa og Tansaníu. Grunur leikur á að einhverjir þeirra sem fallið hafi í nótt hafi átt þátt í þeim árásum árið 1998 sem kostuðu 250 manns lífið.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira