Erlent

Nektarsamkomur vinsælar í fínustu háskólum Bandaríkjanna

Nektarsamkomur njóta töluverðra vinsælda í virðulegustu háskólum Bandaríkjanna, eins og til dæmis Yale, Columbia, MIT og Brown. Ekkert kynlíf er leyft á þessum samkomum, þar er aðeins spjallað og drukkið te.

Þessar samkomur, hófust fyrir tíu eða tólf árum og eru haldnar sex til átta sinnum ár hvert. Skólayfirvöld vita vel af þeim, en skipta sér ekki af. Með þessum mannfagnaði er verið að gera uppreisn gegn stirðbusalegri ímynd þessara virðulegu skóla. Mikil áhersla er þó lögð á að þetta sé ekkert kynsvall, og fólki er bannað að snertast, nema að heilsast með handabandi.

Enginn er skyldugur til að mæta á þessar samkomur, en þær eru sagðar vera númer eitt af því sem útskriftarstúdentar þurfi að gera, áður en þeir fara út í hinn grimma heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×