Erlent

Dularfulli þvagskálaþjófurinn gaf sig fram

Dularfulli þvagskálaþjófurinn sem við sögðum ykkur frá í síðustu viku hefur gefið sig fram við lögreglu og skilað ránsfengnum. Skálinni stal hann af Royal Oak kránni í Southampton og var til þess tekið hversu fagmannlega hann stóð að verki.

Skálin var skrúfuð laus og fjarlægð á nákvæmlega réttan hátt, það var skrúfað fyrir vatn á réttum stöðum, og í alla staði gengið snyrtilega um. Það náðist hinsvegar á öryggismyndavél þegar hann tróð skálinni ofan í bakpokann sinn og læddist út. Og fréttin um þjófnaðinn fór um allan heim, allt frá Ástralíu til Íslands.

Þjófurinn sá þá sína sæng út breidda og gaf sig fram. Hann kvaðst hafa tekið skálina sem minjagrip. Lögreglan sleppti honum með áminningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×